
Glerverk er umboðsaðili þýska garðskála framleiðandans TS-Aluminium sem hefur áratuga reynslu í framleiðslu og smíði garðskála. Allir garðskálar frá TS-Aluminium eru sérhannaðir eftir máli fyrir hvern og einn og eru úr dufthúðuðu viðhaldsfríu áli.
GLERVERK
VERKIN OKKAR
Hvort sem þú ert að gæða þér á morgunkaffi eða lesa góða bók, garðskáli gerir þér kleift að eiga ánægjulegar stundir úti á veröndinni allt árið um kring. Hafðu samband og byrjaðu að hanna garðskálann þinn.

Fremstir í svalalokunum
Glerverk gerir miklar kröfur þegar það kemur að svalaskjóli. Gæði og þéttleiki skiptir okkur öllu máli og gerir þér kleift að njóta þess að vera úti á svölum allan ársins hring.
GLERVERK
VERKIN OKKAR
Seeglass svalalokunarkerfið frá Glerverk getur verið allt að 3m á hæð með 12mm hertu gleri sem veitir þér öryggið sem þarf. CE vottað, vindálagsprófað og sérhannað fyrir Íslenskar aðstæður.

Svalaskýli gerir þér kleift að fullnýta svalirnar og veitir þér skjól frá veðrinu og þú getur notið þess að vera úti á pallinum eða svölum allt árið um kring. Njóttu þess að eiga fleiri útiverustundir.
GLERVERK
VERKIN OKKAR
Hver er ekki búinn að fá nóg af því að binda niður grillið og taka inn garðhúsgögnin fyrir veturinn. Svalaskýli frá Glerverk gerir þér kleift að nota svalirnar allan ársins hring og verja þig fyrir vindi og rigningu. Með led lýsingu til að lýsa upp skammdegið eða markísu til þess að draga fyrir sólina.
GLERVERK
MYNDIR
Glerverk býður bæði uppá opnanlegt glerþak þar sem hægt er að fá allt að 90% opnun sem stjórnað er á auðveldan máta með fjarstýringu, eða opnanlegt rimlaþak sem einnig er stjórnað með fjarstýringu. Opnaðu þakið og sólaðu þig undir berum himni þegar veður leyfir, eða lokaðu þegar það rignir eða snjóar, betra verður MYNDIR það ekki.

GLER HANDRIÐ
Glerverk býður uppá hágæða gler handrið. Bæði getur handriðið verið eitt og sér, eða með svalalokunum ofan á.
GLERVERK
VERKIN OKKAR
Handrið fáanleg í mörgum útfærslum. Hafðu samband og við gerum þér gott tilboð.